Endurbætur á stoðvegg ofan Listasafnsins á Akureyri

Lestími: < 1 mín

Í dag, fimmtudaginn 9. október, hefjast nauðsynlegar endurbætur á stoðvegg ofan Listasafnsins á Akureyri. Af þessu tilefni verður akstursstefnu í Gilsbakkavegi breytt tímabundið.

Framkvæmdarsvæðið verður í miðjum Gilsbakkavegi. Beggja megin við svæðið verður leyfður tvístefnuakstur. Umferð gangandi og hjólandi verður heimiluð um svæðið, en bílaumferð verður ekki leyfð. Svæðið verður skýrt og greinilega merkt.

Framkvæmdirnar munu einnig hafa áhrif á umferð í Oddagötu. Gert er ráð fyrir að þær standi yfir í nokkrar vikur.

Fram kemur að vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða merkingar á svæðinu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Deila grein: