Búast má við umferðartöfum vegna viðhaldsvinnu í Hvalfjarðargöngum í vikunni. Vinnan fer fram á kvöldin frá klukkan 21:00 til 06:00 að morgni næsta dags.
Fylgdarakstur verður í göngunum á meðan vinnu stendur. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega og virða merkingar við vinnusvæðið.
Viðgerðir og aðrar vegaframkvæmdir
Þá má geta þess að viðgerðir og aðrar vegaframkvæmdir eiga sér nú stað um allt land. Búast má við steinkasti og jafnvel töfum vegna þessarar vinnu.
Hraði er tekinn niður á flestum vinnusvæðum og er gott að halda 50m á milli bíla til að minnka líkur á skemmdum vegna steinkasts. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.