Lögreglan á höfuðuborgarsvæðinu hefur birt niðurstöður hraðamælinga í umdæminu sem gerðar voru í síðustu viku. Myndavélabíll Lögreglunnar var við hraðaeftirlit á Miklubraut, Austurbergi, Suðurlandsvegi, Borgavegi og Vesturlandsvegi.
Brot 190 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá 28. nóvember – 1. desember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið vestur Miklubraut, á gatnamótum við Grensásveg. Á tímabilinu var 15.289 ökutækjum ekið þessa akstursleið. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 94. Fjórtán ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
53% ökumanna óku of hratt eða yfir afskiptahraða í Austurbergi
Þann 3. desember voru brot 66 ökumanna mynduð í Austurbergi í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið suður Austurberg, við Leiknisvöll. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 125 ökutæki þessa akstursleið og því óku 53% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 63.
Sama dag voru brot 22 ökumanna mynduð á Suðurlandsvegi. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið austur Suðurlandsveg, á Sandskeiði. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 348 ökutæki þessa akstursleið og því óku 6% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 105 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 125.
Þá voru brot 66 ökumanna mynduð á Borgavegi í Reykjavík þann 4. desember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið vestur Borgavegi, að Strandvegi. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 195 ökutæki þessa akstursleið og því óku 28% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst en þarna er 40 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 67.
Brot 142 ökumanna mynduð á Vesturlandsvegi
Sama dag voru brot 142 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið suður Vesturlandsveg, við Korputorg. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 811 ökutæki þessa akstursleið og því óku 18% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 95 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 120.







