Ítreka innköllun á lífshættulegum loftpúðum í bílum

Lestími: < 1 mín

Í tilkynningu vekur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun athygli á inn­köll­un á hættu­leg­um loft­púðum, í bíl­um sem fram­leidd­ir voru á ár­un­um 1998 til 2019.

„Um er að ræða stærstu inn­köll­un vegna öku­tækja frá upp­hafi en yfir 100 millj­óna loft­púða hafa verið innkallaðir alls staðar í heim­in­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Tekið er fram að inn­köll­un­in hafi átt sér stað fyr­ir mörg­um árum en að svo virðist sem of marg­ir eig­end­ur bíla hér­lend­is hafi ekki brugðist við inn­köll­un­inni.

Fólk hafi sam­band við umboð bíl­anna

Þegar um­rædd­ir loft­púðar springi geti mynd­ast sprengiflís­ar sem springi fram­an í fólk. Vitað sé um 35 dauðsföll um all­an heim vegna þess­ara gölluðu loft­púða. Tölu­verður fjöldi bíla sem er í notk­un hér­lend­is hafi ekki skilað sér í inn­köll­un.

„Því vill HMS ít­reka við eig­end­ur eldri bíla að kanna stöðuna á sín­um bíl. Ef þú átt eldri bíl sem pass­ar við lýs­ingu hér að neðan og ert óviss um hvort bíll­inn þinn hafi verið innkallaður skaltu hafa sam­band við viðeig­andi umboð og leita ráða,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lang­ur listi fylg­ir í kjöl­farið, en inn­köll­un­in er sögð geta átt við um eft­ir­far­andi bíla­teg­und­ir sem fram­leidd­ar voru á ár­un­um 1998 til 2019.

Acura, Audi, BMW, Ca­dillac, Citroën, Chevr­olet, Chrysler, Daimler, Dod­ge/​Ram, Ferr­ari, Ford, GMC, Honda, In­finiti, Jagu­ar, Jeep, Land Rover, Lex­us, Lincoln, Mazda, McLar­en, Mercedes-Benz, Mercury, Mitsu­bis­hi, Nis­s­an, Pontiac, Saab, Sat­urn, Scion, Su­baru, Toyota.

„Ef þú hefur hunsað tilkynningu umboða um innköllun eða hún farið fram hjá þér þá skaltu hafa samband strax við viðeigandi umboð og bóka tíma þér að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Vöruvaktinni. Þeir bílaeigendur sem eru ekki vissir um hvort bíll þeirra hafi verið innkallaður geta haft samband við viðeigandi umboð og leitað ráða.

Á dögunum kom fram á fibfrettir.is að opinber öryggisinnköllun bifreiða á Íslandi væri í lamasessi. Nálgast má fréttina hér

Deila grein: