Malbiks­fram­kvæmd­ir nærri Lögbergs­brekku

Lestími: < 1 mín

Vegna malbiksvinnu við tengingar á Suðurlandsvegi verður hraði lækkaður á kaflanum frá Gunnarshólma að Lögbergsbrekku þriðjudaginn 19. ágúst, og fimmtudaginn 21. ágúst.

Þrengingar verða settar upp klukkan 6:00 báða dagana og hraðinn lækkaður í 30 km/klst í gegnum þær. Merkingar verða teknar niður um leið og malbiksframkvæmdum lýkur.

Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi og aka með gát.

Deila grein: