Samþykkt að fara í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavíik

Lestími: < 1 mín

Borgarráð Reykjavíkur samþytkkti á fundi sínum í gær beiðni umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimila útboð við framkvæmdir vegna LED-væðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir árið 2026. Kostnaðaráætlun er 325 milljónir króna.

Jákvætt og þýðingarmikið mál til að bæta lýsingu í borginni

LED-væðing er afar jákvætt og þýðingarmikið mál til að bæta lýsingu í borginni. Það skiptir máli upp á að draga úr orkunotkun sem er umhverfislega mikilvægt skref. Ennfremur til að gera rekstur borgarinnar hagkvæmari.

Fjárfesting sem borgi sig upp á 4-5 árum

Sú LED-væðing sem hér er til umræðu er áætluð 250 milljónir króna og endurnýjun gatnalýsingar er áætluð 75 milljónir.kr. á árinu 2026. Þessi fjárfesting er talin muni borga sig upp á 4-5 árum vegna lægri kostnaðar við rekstur.

Framkvæmdin felur í sér að endurnýja 7210 lampa og stýrikerfi gatnalýsingar. Þeir staðir sem um ræðir eru í Grafarvogi, Þingholtum, Árbæ, Hlíðum, Laugardal, Kjalarnes og gangbrautarlampar.

Framkvæmdin er hluti af heildarendurnýjun gatnalýsingar með snjallvæðingu að leiðarljósi. Markmið á árinu 2026 er að útrýma öllum kvikasilfurlömpum. LED-væðing styður við umhverfis- og auðlindastefnu borgarinnar og er þáttur í grænum skrefum Reykjavíkurborgar.

Deila grein: