Yfir helmingur endurskinsvestanna endurspegluðu alls ekki

Lestími: < 1 mín

Á haustin klæðast mörg börn endurskinsvestum á leið sinni í leikskóla eða skóla. Félag þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, varar nú hins vegar við sumum vestanna vegna þess að þau endurspegla ekki nóg eða alls ekki. Þetta var niðurstaða nýlegrar rannsóknar þar sem 25 endurskinsvesti fyrir börn voru prófuð með tilliti til endurkastseiginleika þeirra.

Fyrst var gerð skyndiprófun á tæknistöð ADAC til að kanna hvort vestin gætu endurspeglað yfirleitt. Til að fá nákvæma niðurstöðu voru endurskinsvestin síðan rannsökuð á sérstakri rannsóknarstofu, þar sem endurskinseiginleikarnir voru ákvarðaðir frá ýmsum sjónarhornum.

Fimm endurskinsvesti fyrir börn voru keypt í byggingavöruverslun. Þau stóðu sig undantekningalaust vel og allar endurspegluðu eins og til var aætlast.. Öll hin 20 vestin voru frá netsöluaðilum. Myndin þar er mjög ólík.  Aðeins sjö endurskinsvesti skiluðu fullnægjandi árangri, þrjú endurspegluðu ekki nógu vel og tíu endurspegluðu alls ekki.

Mælt með að  foreldrar kaupi endurskinsvesti fyrir börn í smásöluverslunum

ADAC mælir með að foreldrar kaupi endurskinsvesti fyrir börn í smásöluverslunum eins og byggingavöruverslunum ef mögulegt er. Úrtakið sýndi að verðin eru að meðaltali jafnvel aðeins ódýrari en á Netinu. Og þú getur tryggt að vestið endurspegli rétt meðan þú ert í versluninni. Til dæmis er vasaljós snjallsímans þíns hentugt til þess. Í um þriggja metra fjarlægð frá endurskinsvestinu ætti það að gefa frá sér skýrt hvítt ljós. Netkaupendur ættu að ganga úr skugga um að vörurnar séu með staðalmerkingar (EN 17353).

Eftir prófanirnar upplýsti ADAC alla framleiðendur um niðurstöðurnar. Einnig var tilkynnt um gölluðu vestin til markaðseftirlitsstofnunarinnar þar sem ADAC berst fyrir sölubanni á vörunum.

Deila grein: