Hvað gerir AdBlue? AdBlue er efni sem er hannað til að minnka umhverfisskaðann sem hlýst af útblæstri bifreiða og aukin notkun dregur úr skaðlegum útblæstri. AdBlue er vökvi sem notaður er í nútíma dísilbíla til að draga úr mengandi köfnunarefnissamböndum (NOx) í útblæstri. Þetta er litlaust og eiturefnalaust efni úr eimuðu vatni (67,5%) og hreinu þvagefni, urea (32,5%) . Það hefur verið skylda að nota AdBlue í öllum nýjum dísilbílum frá 2015 í samræmi við Euro 6 mengunar staðalinn.

Hvernig virkar AdBlue?
AdBlue er sprautað í útblásturskerfi bílsins þar sem það hvarfast í sérstökum hvarfakassa (SCR-tækni) og umbreytir skaðlegum efnum í skaðlaus efni eins og köfnunarefni og vatnsgufu. Þetta dregur verulega úr losun skaðlegs köfnunarefnisoxíðs, sem er stór orsakavaldur mengunar í andrúmslofti.

Þarf ég að fylla á AdBlue?
Já – ef tankurinn tæmist getur bíllinn hætt að ganga rétt eða jafnvel neitað að starta. Það kemur viðvörunarljós í mælaborðið þegar lítið er eftir á AdBlue tanknum venjulega er þá hægt að aka allt að 150 km. Það er auðvelt að bæta á sjálfur, oft er áfyllingarlokið við hliðina á bensínlokinu og merkt með bláum tappa.

Hvar fæ ég AdBlue?
AdBlue fæst á flestum bensínþjónustustöðvum, smurstöðvum, bílavarahlutabúðum og víðar. Hægt er að fá efnið í brúsa og á stærri bensínstöðvum er hægt að kaupa AdBlue frá dælu. Passaðu að kaupa vökva með réttum gæða stöðlum (ISO 22241). Ekki kaupa gamalt eða útrunnið AdBlue – það getur skemmt kerfið.

Hvað ef ég keyri án AdBlue?
Ef tankurinn tæmist getur bíllinn farið í “limp mode”, dregið úr afli eða jafnvel neitað að ræsa sig. Geymdu varabrúsa heima – en vertu viss um að hann sé ekki útrunninn. AdBlue á að geyma þar sem hiti er á milli 0 og 30°C og þar sem sól skín ekki. Umbúðir eiga að vera vel lokaðar þegar ekki er verið að nota þær. AdBlue frýs við -11°C, þannig að mikilvægt er að geyma það við hærri hita en það. Ef AdBlue hefur frosið, þá má samt nota það eftir að efnið hefur þiðnað. Geymslustaður þarf að vera hreinn og laus við ryk til að koma í veg fyrir mengun efnisins. Þetta á sérstaklega við þegar verið er að fylla á AdBlue tank ökutækis.
Hefur AdBlue áhrif á eldsneytiseyðslu?
Nei, AdBlue hefur engin mælanleg áhrif á eyðslu eða rekstraröryggi – nema þú gleymir að fylla á eða notir rangan vökva.