Ríkisábyrgðasjóður taldi óvíst að tekjur af brúartollum dygðu Ríkisábyrgðasjóður taldi óvíst að tekjur af brúartollum dygðu

Ríkisábyrgðasjóður taldi óvíst að tekjur af brúartollum dygðu

Lestími: < 1 mín

Ríkisábyrgðasjóður taldi óvíst að tekjur af brúartollum yfir nýju Ölfusárbrúna dygðu fyrir kostnaði ríkisins af framkvæmdinni. Því var engin furða þó verktakar vildu ekki taka á sig þá áhættu í svokölluðu samvinnuverkefni.

Fyrir vikið þurfti að setja inn í fjáraukalög heimild fyrir ríkið til að koma til bjargar. Þetta var eina færa leiðin til að hægt yrði að ráðast í gerð nýju brúarinnar.

Í fjáraukalögum er heimild til að láta allt af 50% af kostnaðinum lenda á skattgreiðendum, þó vonast sé til að gjaldtakan dugi fyrir honum öllum.

Á fréttavef FÍB er fjallað um fjárhagslega þætti nýju Ölfusárbrúarinnar og spáð í hvað brúartollurinn þurfi að vera hár til að standa undir kostnaðinum.

Deila grein: