Bílastæðafyrirtækin innheimta svokölluð vanrækslugjöld hjá eigendum bíla sem hefur verið lagt í gjaldstæði án tímanlegrar greiðslu. Algengasta vanrækslugjaldið er 4.500 krónur sem bílastæðafyrirtækin hafa hermt eftir Bílastæðasjóði Reykjavíkur. Þó sker bílastæðið á Hafnartorgi sig úr, þar kostar klukkutíminn 660 krónur og vanrækslugjaldið er 7.500 krónur.
Meðal þeirra sem krefjast þessa vanrækslugjalds er Landsbankinn. Það borgar sig því að leggja frekar í bílastæðakjallara Hörpu við hliðina, þar er tímagjaldið 510 krónur og vangreiðslugjaldið 3.500 krónur.
Autopay sker sig úr þegar kemur að vangreiðslugjöldum. Það er 1.490 krónur. Autopay sér um innheimtu á bílastæðum flugvalla Isavia og á svæðum við Háskóla Íslands.
Það er umhugsunarvert hvers vegna Autopay nægir 1.490 krónur sem vangreiðslugjald, meðan kjallarinn undir Hafnartorgi og Landsbankanum krefst 7.500 króna.