Forstjóri Stellantis, Jean-Philippe Imparato, tilkynnti þann 16. júlí að ákveðið hefði verið að hætta við vetnisverkefni fyrirtækisins. Ástæðan er skortur á innviðum þar með talið vetnisstöðvum, hár fjárfestingarkostnaður og ófullnægjandi hvati neytenda til að kaupa vetnisbíla.
Í aðstæðum þar sem samstæðan er að leggja alla sína krafta í að uppfylla strangar útblásturskröfur í Evrópu, var ákveðið að stöðva frekari vetnisfjárfestingar
Jean-Philippe Imparato forstjóri Stellantis
Stellantis gerir ekki ráð fyrir að vetnisknúnir léttir atvinnubílar verði teknir í notkun fyrir lok áratugarins. Fyrirtækið mun ekki setja vetnisknúinn Pro One sendibíl á markað á þessu ári, eins og áætlað var.

Stellantis-samstæðan er einn stærsti bílaframleiðandi heims, með vörumerki eins og Peugeot, Citroën, Opel, Chrysler, Jeep, Dodge, Ram, Alfa Romeo, Lancia, Maserati og Fiat í eignasafni sínu.
Toyota og BMW

Þegar kemur að vetnisknúnum bílum hafa Toyota og BMW verið í fararbroddi nýsköpunar á því sviði. Toyota og BMW hafa unnið saman um langan tíma með það að markmiði að þróa vetnisknúna bíla sem raunverulegan valkost við hefðbundna rafbíla. Fyrirtækin áforma að sala á vetnisknúnum bílum geti hafist árið 2028,
Toyota og BMW hafa engin áform uppi um að draga úr fjárfestingum sínum eða þróun á vetnisbílum.
