Flottur hugmyndabíll frá Bentley

Lestími: < 1 mín

Breski lúxusbílaframleiðandinn Bentley hefur kynnt nýjan hugmyndabíl sem er lúxusfólksbíll og algerlega rafdrifinn. 

Bentley EXP 15 verður fyrsti rafbíllinn í 106 ára sögu breska lúxusbílaframleiðandans ef hann fer í framleiðslu en eins og áður segir er hann einungis á hugmyndastigi og alveg óvíst hvort hann fer nokkurn tímann þangað. 

Bíllinn er mjög nútímalegur

Hönnunin á EXP 15 er kraftaleg og um leið nútímalegt með áberandi stóru og uppbreyttu grilli og mjög langri vélarhlíf. Bíllinn er þriggja dyra og ber með sér kraftmikinn blæ. Einkennistákn bílaframleiðandans „Bentley Wings“ og „Flying B“ merkin hafa verið endurhönnuð og eru greinilegt merki um upphaf nýrra tímar hjá Bentley. Bíllinn er mjög nútímalegur að innan en hann er með aðeins þrjú sæti. Samkvæmt framleiðandanum var hinn goðsagnakenndi Gurney Nutting Coupé frá 1930 innblástur fyrir innréttinguna í hinum nýja EXP 15.

Bílarnir smíðaðir í Crewe á Englandi

EXP 15 gefur alla vega sterkar vísbendingar um hvert Bentley stefnir í framtíðarsýn sinni. Fyrirtækið hefur tilkynnt að það muni koma með Urban Luxury sportjeppa á markað árið 2026. Hann verður einnig 100% rafknúinn. Þá hefur Bentley lýst yfir að lúxusbíllinn Mulsanne komi á markað árið 2030. Bílarnir verða smíðaðuir í verksmiðjum Bentley í borginni Crewe sem er í Cheshire í Englandi.

Deila grein: