Ný og spennandi tækni hjá Apple – Apple CarPlay Ultra

Lestími: < 1 mín

Apple kynntu nú á dögunum nýja Apple CarPlay Ultra og er það nýjasta byltingin hjá tæknifyrirtækinu. Venjulega CarPlay gefur ökumanni kleift að tengja iPhone símann sinn við upplýsinga skjáinn í bílnum og er hægt að velja tónlist, hringja o.s.frv. Nýja CarPlay nær núna yfir í mælaborðið og er samþætt kerfi ökutækisins sem að skilar sameinaðri og sérsniðinni upplifun.

Sérsníða stafræn mælaborð ökutækja eftir sínum persónulegum óskum

Hægt er að nota Apple CarPlay Ultra til að sérsníða stafræn mælaborð ökutækja eftir sínum persónulegum óskum, t.d. hægt að ráða hvernig mælaborðið lítur út og prófað mismunandi litasamsetningar. Akstursgögnin eru enn til staðar eins og hraðamælir, eldsneytismælir o.s.frv. en það er einnig hægt að breyta hvernig þau líta út. Það er hægt að framkvæma aðrar staðlaðar aðgerðir bílsins til að stjórna m.a. Útvarpi, hljóðkerfisstillingum, loftkælingu og sætishita beint úr CarPlay.

Þessi þróun hjá Apple lítur spennandi út en flest bílafyrirtæki eru að vinna í sinni eigin hönnun. Það sem Apple býður upp á er meira alhliða hönnun sem gerir einstaklingum kleift að stjórna sjálf hvernig þau vilja hafa bílinn. Eins og er eru nokkur bílafyrirtæki, eins og BMW, Volvo, Polestar, Audi, Mercedes-Benz og Renault sem hafa ekki áhuga að samþætta nýja Apple CarPlay Ultra.

Deila grein: