Hugmynda ofurbíll frá Lexus

Lestími: < 1 mín

Lexus voru að kynna nýja hugmyndabílinn sinn á Quail 2025 í Kaliforníu, sem er akstursíþrótta samkoma. Bíllinn er með glæsilegt og árásargjarnt útlit sem minnir á Lexus LFA í nútíma útfærslu.

Bílaframleiðandinn hefur ekki gefið út neinar upplýsingar varðandi búnað bílsins eins og vél o.s.frv. Það eru þó orðrómar á netinu um að bíllinn er afturhjóladrifinn og búinn V8 vél með tvöfaldri túrbínu. Það er allavegana hægt að segja að það verði einhver rosaleg vél í þessu óargadýri.

Það eru nokkrir þættir sem eru athyglisverðir. Sá fyrsti er spegillinn á bílnum en þetta virðist vera hátæknileg myndavél í stað spegils. Annar þáttur er loftræstis opin fyrir aftan gluggana, tilgangur þeirra gætu verið til að kæla bremsurnar. Bíllinn mun sennilega ekki líta nákvæmlega svona út en það verður spennandi að fylgjast með hverju verður breytt.

Deila grein: