Ford eru búnir að rafvæða nýja Puma, sem kom út árið 2024, og kallast Puma Gen-E. Báðir bílarnir eru nútímalegir í hönnun og eru svipaðir í útliti. Stærsti munurinn á bílunum er sennilega grillið að framan, venjulega útgáfan er með opið grill á meðan rafmagnsbíllinn er með lokað grill.
Puma er flokkaður sem jepplingur, 4,2 metrar á lengd, 1,9 metrar á breidd og er 1,55 metrar á hæð, en hann er ekki mjög jepplingalegur heldur frekar með hlaðbaks (hatchback) útlitið. Það er allt að 523 lítra geymslupláss í skottinu.
Drægni allt að 374 km
Puma Gen-E er búinn 43 kWh rafhlöðu og með uppgefna drægni allt að 374 km samkvæmt WLTP. Það er feykinóg fyrir innanbæjar akstur og hægt að fara út á land án þess að hafa of miklar áhyggjur. Bíllinn býður upp á hraðhleðslu að hámarki 100 kW, frá 0 – 80% sem tekur u.þ.b. 35 mínútur fyrir bílinn að hlaða sig. Bíllinn kemur með fjórhjóladrifi, er með 165 hestafla rafmagnsmótor sem gefur honum góðan kraft og er 8 sekúndur frá 0-100 km/klst.
