Japanski bílaframleiðandinn Subaru hefur kynnt nýjan sportjeppa sem ber nafnið Uncharted. Þessi nýi sportjeppi er nettur sportjeppi með háþróuðu aldrifi og 100% rafdrifinn. Bíllinn er væntanlegur á markaði í byrjun næsta árs.
Subaru Uncharted er meðtveimur rafmótorum og 77 kW/h rafhlöðu með allt að 470 km drægni. Rafmótorarnir skila bílnum 338 hestöflum. Dráttargetan verður 1,5 tonn og hröðun frá 0 til 100 km/klst 5 sekúndur. Hleðsluhraði verður um 30 mínútur frá 10-80% í allt að -10°C gráðu frosti með 22 kW AC hleðslubúnaði og forhitara.
Veghæðin er 21 cm og vegna aldrifsins verður hann því m.a. góður kostur fyrir vetrarglaða vegfarendur í snjó og slabbi. Subaru Uncharted verður einnig í boði með framhjóladrifi og 585 km drægni.