Ford fagnar 60 ára afmæli Bronco með því að kynna einstaka hugmynda útfærslu af bílnum. Hönnun bílsins er alveg eins og upprunalegi U13 Roadster nema í nútíma útfærslu. Aðeins eitt eintak var framleitt af þessum hugmyndabíl og kemur hann ekki á almennan markað.
Ford kynnti Bronco fyrst á markað 1965
Ford kynnti Bronco fyrst á markað 1965 og ári seinna kom U13 Roadster út og var markaðssettur sem ,,fyrsti fjórhjóladrifni sportbíllinn”. Þessi útgáfa var hrá og einföld, en engar hurðar né þak var á bílnum. Upprunalega var hann hannaður með það markmið að veita skemmtun í gegnum einfaldleika. Hugmynd sem Ford hefur endurvakið með nýja hugmyndabílnum.
Þessi fallegi hugmyndabíll er í einstökum lit en hann kallast ,,Wimbledon” hvítur, sem var víst vinsæll litur hjá Ford áratugum áður. Það sem er athyglisvert er að hugmyndabíllinn kemur ekki með þaki né hurðum, til heiðurs gömlu útfærslunnar.
