Seint á áttunda áratugnum áttu amerískir bílaframleiðendur enn í erfiðleikum með að aðlagast olíukreppunni sem hrjáði áratuginn. Vegna kreppunnar voru pallbílar framleiddir á þessum tíma mun kraftminni en á áratugum áður. Dodge vildi hins vegar ekki gefa eftir og ákvað að framleiða kraftmikinn pallbíl sem kallast Li’l Red Express.
Dodge hóf verkefni sem gekk út á að smíða pallbíla sem komu út takmörkuðum eintökum, en þetta verkefni kallaðist ,,fullorðins leikföng” (adult toys). Árið 1977 kom Dodge Warlock á markaðinn og svo ári seinna var Li’l Red Express smíðaður.
Markmiðið með þessum bílum var að þeir áttu að standa út. Li’l Red var skær rauður með gylltum röndum, krómuðum stuðara, hliðarþrepum og felgum. Það sem einkenndi bílinn voru tvö stór útblástursrör sitthvoru megin, í stíl við flutningabíla.
Hraðskreiður á sínum tíma
Þegar bíllinn var kynntur á markaðinn árið 1978, kom hann með 5,9 lítra V8 vél sem framleiddi 225 hestöfl. Hönnunin að innan tók innblástur frá gömlum amerískum bílum (muscle cars). Hann var mjög hraðskreiður á sínum tíma og gerði lítið úr mörgum sportbílum, m.a. 1978 árgerðinni af Corvette. Bíllinn hefur verið kallaður ,,The Last American Hot Rod”.