Er þetta geimskip? – Vauxhall Corsa GSE

Lestími: < 1 mín

Bílaframleiðandinn Vauxhall var að gefa út nýjan hugmyndabíl, Corsa GSE Vision Gran Turismo, en hann lítur út eins og bíll úr framtíðinni. Hann er drifinn af tveimur rafmótorum, skilar 800 hestöflum og er aðeins 2 sekúndur frá 0-100 km/klst. Rafhlaðan er 82 kWh og heildarþyngd bílsins er 1,170kg.

 Framvængurinn risastór

Framvængurinn á bílnum er risastór, þar er loftstokkur sem fer inn í vélarrýmið og beinir loftinu yfir þakið. Sitthvoru megin við bílinn eru op sem stýra loftinu meðfram hliðum bílsins. Aftari hlutanum er haldið niðri með virkum loftdreifara og afturvæng. 

Innanrými bílsins er mjög einfalt. Ökumannssætið er mótað beint í gólfið og bakstuðningurinn er byggður inn í grindarbyggingu bílsins. Hægt er að stilla pedalana að þörfum ökumanns. Ökumaður getur stillt pedalana eftir þægindum. 

Forsmekkur af því sem koma skal

,,Þessi hugmyndabíll er  djarfur forsmekkur af því sem koma skal. Vauxhall er að enduruppgötva sportlegu GSE línuna,“ segir Florian Huettl, yfirmaður Vauxhall í Evrópu.

Deila grein: