Klæddur í svart í tilefni afmælisins

Lestími: 2 mín

Glæsilega ný útgáfa af flaggskipi Land Rover merkisins, sem ber heitið Range Rover SV Black er væntanlegur til Íslands á næstunni. Þessi nýja gerð er nú hluti af SV línunni ásamt Range Rover Sport SV Black og er hægt að sérsníða útfærslur beggja gerða í samræmi við óskir og þarfir kröfuhörðustu viðskiptavina Range Rover.

550 hestafla Plug-in Hybrid aflrás

Rover SV Black er fáguð útfærsla í sinni tærustu mynd, með glæsilegum svörtum frágangi sem byggist á handverki þar sem hugað hefur verið að hverju smáatriði. Þessi nýi lúxusbíll, sem kynntur verður hjá Land Rover á Íslandi er með 550 hestafla Plug-in Hybrid aflrás og er búinn einstökum 23 tommu sérframleiddum álfelgum og nýjum eiginleikum í farþegarými sem ekki hafa komið fram áður í bílaiðnaðnum.

Búinn nýrri byltingarkenndri hljóð- og vellíðunartækni

Þannig er SV Black til að mynda búinn nýrri byltingarkenndri hljóð- og vellíðunartækni, sem Range Rover þróaði til að bæta bæði hljóðupplifun og vellíðan farþega SV-línunnar. Þáttur í því markamiði eru nýju „Body and Soul“ sætin (BASS) sem þróuð voru í samvinnu við Subpac og innihalda skynjara sem breyta hljóðbylgjum í titring og eru innbyggðir í sætisbök og höfuðpúða. Þeir titra einnig í takti við lágtíðnihljóð í tónlistinni til að farþegar skynji líka tónlistina á líkama sínum. Einnig skapa sætin ákveðna 4D hljóðupplifun á svipaðan hátt og bíógestir upplifa í kvikmyndasölum með hreyfanlegum sætum.

BASS sætin bjóða líka upp á sex vellíðunarforrit sem miða að því að róa hugann, draga úr streitu og bæta hjartsláttarbreytileika (HRV), sem tengist betri heilsu og minni þreytu. 

Einnig má nefna alveg nýja tækni í Range Rover SV Black sem ekki hefur komið fram áður í bílum. Þar er um að ræða skynjaravætt gólf (Sensory Floor) þar sem skynjararnir titra í takti við tónlist eða eitt af sex innbyggðu vellíðunarforritunum til að hámarka gæði upplifunar farþeganna í bílnum.

Deila grein: