Nýr hugmyndabíll frá Skoda – er þetta næsta Octavia?

Lestími: < 1 mín

Skoda kynntu fram nýja hugmyndabílinn sinn, Skoda Vision O, á bílasýningunni í Munchen á dögunum. Þetta er hugmyndinn sem bílaframleiðandinn hefur fyrir næstu kynslóð af Octaviu og hvernig hún á að líta út. Hönnunarheimspeki Skoda snýst um að hanna bílana sína með sérstakri áherslu á farþeganum. Talið er að við munum samt ekki sjá næstu Octaviu fyrr en 2028, þegar fimmta kynslóðin kemur út.

Bíllinn býður einnig upp á raddstýrða aðstoðarkonu

Vision O fylgir tæknibyltingunni og er mjög tæknivæddur að innan, en ekki of yfirþyrmandi fyrir notendur. Fyrir aftan stýrið er ekkert hefðbundið mælaborð heldur er 1,2 metra breiður skjár fyrir ofan svæðið þar sem mælaborðið er vanalega og nær alla leið til framsætis farþegans. Auk þess er stór lóðréttur afþreyingarskjár, í miðjustokknum er snúningshnappur og fleiri takkar fyrir loftræstinguna. Bíllinn býður einnig upp á raddstýrða aðstoðarkonu sem kallast Laura, sem getur hjálpað ökumanni, t.d. að leita að ákveðni staðsetningu.

Að utan er bíllinn með nútímalegt útlit, ljósin að aftan eru mjög áhugaverð og nokkuð flott. Útlitið er mínimalískt og framtíðarlegt, klassískt fyrir hugmyndabíl.

Það má búast við því að Vision O verður rafknúin útgáfa af Octavia.

Deila grein: