Nýr og uppfærður Toyota Corolla Cross

Lestími: < 1 mín

Nýr og uppfærður Toyota Corolla Cross var frumsýndur á Íslandi nýlega. Þetta er ekki ný kynslóð af Corolla Cross heldur svokallað facelift. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar og uppfærslur á útliti bílsins og innanrými. Hann hefur fengið sportlegra útlit en eldri útgáfan.

Corolla Cross er stóri bróðirinn í Corolla fjölskyldunni, bæði rúmgóður og kraftmikill sportjeppi, tilbúinn í vetrarfærðina. Þetta er alvöru fjölskyldubíll með nægilegt pláss fyrir börnin.

Corolla Cross er með fimmtu kynslóð Hybrid kerfisins sem tryggir aflmeiri og hljóðlátari akstur en áður. Bíllinn er fáanlegur með tveimur vélar stærðum sem eru 1,8 og 2 lítra tvinnvélar.  Stærri vélin skilar 197 hestöflum og togið er 190 Nm.

Deila grein: