Nýr Eclipse Cross frumsýndur í Brussel

Lestími: 2 mín

Mitsubishi Motors Europe frumsýndi á dögunum, í Brussel, nýjan Eclipse Cross 100% rafmagnsjeppling fyrir Evrópumarkað.

Nýr Eclipse Cross markar endurkomu Mitsubishi Motors á evrópskan rafbílamarkað á eftir brautryðjandanum i-MiEV – fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims. Bíllinn kemur fyrst með 87 kWh rafhlöðu sem verður með áætlaða WLTP drægni yfir 600 km, en meðaldræg útgáfa bætist við seinna á árinu 2026.

Hraðhleðslumöguleikar allt að 150 kW

Hraðhleðslumöguleikar allt að 150 kW tryggja áhyggjuleysi í daglegum akstri sem og á löngum ferðum. Framleiðsla á bílnum hefst í lok árs 2025 í Douai-verksmiðjunni í Frakklandi, þar sem hann bætist í endurnýjað vöruúrval Mitsubishi í Evrópu sem inniheldur einnig Outlander PHEV og nýjan Grandis. Eclipse Cross mun gegna lykilhlutverki í vexti Mitsubishi í álfunni en fyrirtækið hefur jafnframt tilkynnt endurkomu sína á belgíska markaðinn.

Nýr Eclipse Cross endurspeglar nýjustu hönnunarstefnu Mitsubishi með þróaðri Dynamic Shield concept framhlið og áberandi Wide Hexagon formum. Sportlegt útlitið er undirstrikað stílhreinu litavali og 19” eða 20” álfelgum. Fyrir þá sem vilja verður einnig hægt að fá hann tvílitan.

Farangursrýmið er allt að 1.670 lítrar að stærð

Að innan sameinar hann hagnýta eiginleika og fágun. Stórt rafstýrt glerþakið gerir ökumönnum kleift að stjórna birtustigi með einum hnappi og það ættu allir að finna lit við hæfi með 48 lita LED-stemmingslýsingunni. Farangursrýmið er allt að 1.670 lítrar að stærð sem gerir það að verkum að bíllinn hentar jafnt fjölskyldufólki og öðrum sem þurfa gott pláss á ferðalögum.

Stafrænar lausnir eru í fyrirrúmi í nýjum Eclipse Cross. Með Google stýrikerfi hafa ökumenn aðgang að Google Maps, Google Assistant og fjölbreyttu úrvali öppum í gegnum Google Play. Þráðlaust Apple CarPlay og Android Auto er einnig í boði. Reglulegar hugbúnaðaruppfærslur í gegnum netið halda kerfum uppfærðum. Mitsubishi Motors smáforritið gerir notendum kleift að skoða upplýsingar um bílinn í rauntíma t.d. um stöðu rafhlöðu.

Eclipse Cross verður fáanlegur með Harman & Kardon hljóðkerfi auk þess að vera útbúinn nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfum frá Mitsubishi.

Á myndinni eru Hlynur Hjartarson, vörustjóri Mitsubishi á Íslandi, og Magnea Björg Jónsdóttir, samfélagsmiðlasérfræðingur Heklu við nýjan Eclipse Cross í Brussel.

Deila grein: