Endurvakning hins klassíska Lotus Esprit

Lestími: < 1 mín

Fyrirtæki sem kallast Encor áætlar að endurvekja hinn klassíska Lotus Esprit. Lítið er vitað til þessa en bílaframleiðandinn hefur ekki gefið út fleiri upplýsingar, en við fáum að vita meira í Nóvember.

Bíllinn fær nafnið Encor series 1 og verður tekinn innblástur frá hönnun Lotus Esprit series 1, sem kom á markaðinn fyrir 50 árum síðan. Hvert eintak af Encor series 1 kemur með V8 vél eins og Lotus series 4 var með. Hins vegar ætlar framleiðandinn að nútímavæða vélina með því að auka hestöflin og togkraftinn. 

Stefnt að framleiðslu bílsins á næsta ári

Hönnun bílsins að utan mun líta út eins og sígildi Lotus Esprit nema í nútímaútfærslui. Encor hefur gefið fram að það verður leður í innranrými bílsin, Apple CarPlay og 360 gráðu myndavélar. Það eru fyrrum starfsmenn hjá Pagani, Aston Martin og Lotus sem vinna hjá fyrirtækinu. Teymið hefur því reynslu á framleiðslu sportbíla. Bílaframleiðandinn stefnir á að hefja framleiðslu á bílnum á næsta ári.

Deila grein: