Nýr Ioniq 9 frumsýndur

Lestími: < 1 mín

Nýr Hyundai Ioniq 9 verður frumsýndur hér á landi næsta laugardag. Gestir geta gestir skoðað nýjasta og stærsta rafbíl Hyundai, glæsilegan fjölskyldujeppa sem býður upp á mikið rými, framúrskarandi drægni og háþróaða tækni.

Unnið til alþjóðlegra verðlauna

Nýi bíllinn hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir framúrskarandi hönnun og tækninýjunga. Hann fékk titilinn Best Seven-Seat EV hjá TopGear.com Electric Awards 2025, hlaut Red Dot Design Award 2025 fyrir einstaka útlitshönnun og nýsköpun, og var jafnframt valinn German Car of the Year, þar sem hann fékk háar einkunnir fyrir aksturseiginleika, þægindi og gæði.

Inoniq 9 rúmar allt að sjö farþega auk þess er farangursrýmið afar rúmgott og sveigjanlegt, sem gerir bílinn að frábærum ferðafélaga fyrir fjölskyldur. Með fjórhjóladrifi (AWD) tryggir hann stöðugan og öruggan akstur við íslenskar aðstæður.

Mikil drægni 

Ioniq 9 er búinn 110 kWh rafhlöðu sem skilar allt að 605 km drægni samkvæmt WLTP-staðli. Samkvæmt þessum tölum er hann einn drægnismesti rafjeppinn á markaðnum í dag. Hann er búinn 800 volta hleðslukerfi sem hleður úr 10% í 80% á aðeins 24 mínútum. Auk þess styður hann bæði CCS og Type 2 hleðslustöðvar, sem tryggir þægindi á ferðalögum.

Bíllinn er búinn góðum öryggis- og akstursaðstoðarkerfum, þar á meðal 360° myndavél, akstursaðstoðarkerfi fyrir hraðbrautir og sjálfvirku hemlakerfi. Það má einnig finna búnað eins og hljóðeinangrun, hita í stýri, þráðlausa lyklaopnun og lykil í síma, raddstýringu og fleira. Frumsýningin á Ioniq 9 fer fram næsta laugardag kl. 12–16 í sýningarsal sínum í Kauptúni.

Deila grein: