Mikil uppbygging og þróun hefur verið á kínverskum rafmagns bílum á síðustu árum. Þeir hafa komið vel út í Euro NCA öryggis prófunum og bjóða upp á gott öryggi fyrir ökumann og farþega. Hér á landi má m.a. finna nokkur kínversk bílamerki eins og BYD, Xpeng og Hongqi. Oft er einblínt á innkomu kínversku bílanna á evrópska markaðinn en aðal samkeppnin er á öðrum marköðum.
Verðið á bílunum áhrifaþátturinn
Kínverskir bilaframleiðendur eru að ná sterkri stöðu á vaxandi mörkuðum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Einn af þeim þáttum í velgengni kínversku bílamerkjanna að komast á þessa markaði er verð. Þessir neytendur eiga það til að vera verðnæmari en bæði evrópskir og amerískir neytendur.
Kínverskir bílar eru hagkvæmari í verði en evrópsku, amerísku, japönsku og suður-kóresku samkeppnisaðilarnir. Þessi breyting á neytendavali er áhugaverð en verðnæmir neytendur leita vanalega fekar í ódýrari kostinn.
Kínverskir bílar nái 33% markaðshlutdeild árið 2030
Kínversk bílamerki hafa sterka fótfestu í löndum eins og Brasilíu, Taílandi, Indlandi og Ástralíu. Sem dæmi í Brasilíu, sem er stærsti bílamarkaðurinn í Suður-Ameríku, hækkaði markaðshlutdeild kínverskra bíla frá 6,8%, á síðasta ári, yfir í 9,1%, á þessu ári. Svipað dæmi á sér stað í fleiri löndum í heimsálfunni en einnig í Asíu og Afríku. Samkvæmt AlixPartners er talið að heims markaðshlutdeild kínverskra bílamerkja mun ná 33% árið 2030.







