Það eru sjö bílar sem keppa til úrslita í árlegri keppni Samtaka evrópskra bílablaðamanna um Bíl ársins 2026 í Evrópu. Bílarnir sem berjast um sigurinn eru Citroën C5 Aircross, Dacia Bigster, Fiat Grande Panda, Kia EV4, Mercedes-Benz CLA, Renault 4 og Skoda Elroq.
Úrslitin kynnt í Brussel í byrjun janúar
Úrslitin fara fram á bílasýningunni í Brussel þann 7. janúar 2026, en síðast var Renault 5 kjörinn bíll ársins. Dómnefndin samanstendur af 60 blaðamönnum frá 23 Evrópulöndum og valdi hún í upphafi 35 bílategundir sem voru líklegir til sigurs.
Fyrstu bílaprufur fóru fram á fimm daga tímabili seint í september á Norður-Jótlandi í Danmörku. Þar var tækifæri til þess að aka öllum bílunum við mismunandi aðstæður, eins og á sveitavegum, hraðbrautum og á flugbraut Sindalflugvallar. Eftir akstur og atkvæðigreiðslu dómnefndarinnar stóðu sjö bílar eftir í baráttunni sem bíll ársins 2026. Það er hægt að fylgjast með og kynna sér nánar bílanna á vefsíðu Car of the Year, en þar eru ýtarlegri upplýsingar um keppnina.
Farið í ítarlegri prófanir á bílunum sjö
Dómnefndin mun hafa nokkrar vikur til þess að fara í ítarlegri prófanir á bílunum sjö. Svo fara fram enn frekari prófanir í heitara loftslagi á Spáni. Aksturinn mun fara fram á Parc Motor Castellolí brautinni skammt frá Barcelona. Það verður svo loka kosning þar sem einn þessara sjö bíla mun fá heiðurinn að verða valinn bíll ársins 2026.










