Maxus er að stækka vopnabúrið sitt og kynnir til leiks þrjá spennandi rafmagnsbíla, einn pallbíl og tvo sendibíla. Pallbíllinn Maxus eTerron 9 4×4 er fjórhjóladrifinn og hreinn rafbíll. Bíllinn er með 102,2 kwt rafhlöðu og drægnin er alls 430 km í blönduðum akstri samkvæmt WLTP staðli. Dráttargeta bílsins er 3,5 tonn. Í fimm sæta útfærslu gegnir e Terron 9 tvíþættu hlutverki sterkbyggðs atvinnubíls og þægilegs fjölskyldubíls.
Drægnin er á bilinu 362 til 524 km
Sendibíllinn e-Deliver 7 4×4 er 100% rafknúinn og hentar jafnt til flutninga á vöru, búnaði eða öðrum farmi. Drægnin er á bilinu 362 til 524 km. Hann er með hliðarhurðar beggja megin. e-Deliver 7 er öruggur og notadrjúgur valkostur í daglegum rekstri. Sendibíllinn er fáanlegur með framhjóla- eða fjórhjóladrifi. Dráttargeta er 1.500 kg, heildarburðargeta 1.020 kg og farmrými 6,7 m3.
Mikið flutningsrými og er sérsniðinn fyrir flutninga
Sendibíllinn Maxus e-Deliver 5 er 100% rafmagnaður sendibíll sem sameinar umhverfisvæna tækni og hagnýta frammistöðu. Með snjöllum lausnum og góðu drægi hentar hann fullkomlega bæði í akstur um borgina og í lengri ferðir. Drægni sendibílsins er frá 335 km. Hann er með hliðarhurðar beggja megin, mikið flutningsrými og er sérsniðinn fyrir flutninga. Flutningsrýmið í e-Deliver 5 er 6,6 eða 7,7 m³, dráttargeta 1.500 kg og burðargeta allt að 1.200 kg.







