Evrópusambandið herðir reglur um útblástur og leggur áherslu á ódýra rafbíla

Lestími: < 1 mín

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er að undirbúa viðamikinn lagapakka sem mun hafa mikil áhrif á bílaiðnaðinn. Reglubreytingarnar verða kynntar þann 10. desember 2025.

Hertar kröfur varðandi útlosun koltvísýrings frá nýjum bílum vega þyngst. Markmið reglubreytinganna er að örva nýsköpun og fjölga vistvænum og sparneytnum ökutækjum í umferð.

Samhliða er stefnt að því að draga úr skriffinnsku og einfalda regluverkið í kringum bílaiðnaðinn með svokallaðri „sjálfvirkni samantekt“ (Automotive Omnibus). Þessu er ætlað að hreinsa til í eldri reglum, auka skilvirkni í framleiðslu og flýta fyrir nýsköpun.

Fókusinn á fjölskyldubílinn

VW ID-3 verksmiðja

Mikilvægasta stefnubreytingin er sú að framkvæmdastjórn ESB ætlar að ýta undir sölu á litlum, orkumildum og hagkvæmum rafbílum. Fyrirhugaðar breytingar voru fyrst kynntar af Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar sem sagði þær mæta kröfum um ódýrari og umhverfisvænni samgöngur.

Rafbílar eiga að verða eftirsóknarverður valkostur og draga á úr losun mengandi efna frá samgöngum.

Fyrirtæki

ESB mun einnig herða á kröfum til lögaðila um orkuskipti sem ýtir undir rafbílavæðingu. Efla á framleiðslu á drifrafhlöðum innan Evrópu til að mæta aukinni eftirspurn og tryggja öruggari aðdrætti. Evrópskur bílaiðnaður á að vera sem mest óháður rafhlöðum og öðrum íhlutum frá fjarlægum heimshlutum.

Það verður áhersla á grænar lausnir í framleiðslunni og neytendur eiga að geta fengið ódýrari rafbíla.

Hvaða áhrif hefur þetta á Íslandi

Þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), þá eru reglugerðir ESB um innri markaðinn, þar á meðal flestar kröfur um bíla og umhverfismál, innleiddar í íslenska löggjöf.

Þegar framleiðendur í Evrópu byrja að framleiða fleiri smærri og ódýrari rafbíla þá ætti það að lækka verð á rafbílum til neytenda.

Þessi stefna mun hafa mikil áhrif á alla framleiðslu og innflutning á bílum í Evrópu. Framleiðsla á  mengandi eldsneytisbílum mun dragast saman en aukast á rafbílum. Rafbílar lækka í verði og brunahreyfilsbílar hækka í verði.

Deila grein: