Mercedes-AMG One er götuskráður ofurbíll með tækni beint úr Formúlu 1. Hann er einn af hraðskreiðustu götuskráðu bílum í dag og á metið fyrir hraðasta hringinn á Nürburgring brautinni. Mercedes-AMG One hefur svakalega 1,6 lítra túrbó V6 vél með tvinnkerfi. Það er ein túrbína sem hefur inntaks og útblástur leiðslur sem eru skiptar sitt hvoru megin við vélina til að auka kælingu og skilvirkni.
Í þessari útfærslu er snúningshraðinn 1,280 snúningar á mínútu, hámarks snúningshraðinn er 11,000 og vélin ein og sér skilar 533 hestöflum. Það eru einnig fjórir rafmótorar og með kraftinum frá vélinni er bíllinn 1,063 hestöfl og 2,9 sekúndur frá 0 – 100 km/klst.
Það fylgir einnig búnaður sem kallast Race+. Þegar búnaðurinn er virkjaður þá lækkar fjöðrunin að aftan um 30 mm og fjöðrunin að framan um 37 mm. Þetta gerir það að verkum að framendi bílsins lækkar og loftflæðið eykst. Einnig hjálpar þetta ökumanni í akstri þar sem undirvagnin stífnar og býður upp á skarpari meðhöndlun.
AMG kappaksturssætin bjóða upp kjör stuðning
Þessi mikli kraftur bílsins mótar stemninguna jafnvel í innanrýminu. Hér má finna allt sem ökumaður og farþegi þurfa til þess að upplifa kraftinn sem AMG One býður upp á. AMG kappaksturssætin bjóða upp kjör stuðning fyrir ökumann, sem er fullkomið fyrir hraðakstur. Stýrið er í Formúlu 1 stíl með hnöppum sem bjóða upp á mismunandi akstursstillingar sem tryggir fullkomna stjórn. Það er einnig skjár sem veitir yfirsýn og hjálpar ökumanni að taka fullkomnar beygjur.







