Der neue Mercedes-Benz GLB mit EQ Technologie.The all-new Mercedes-Benz GLB with EQ Technology.

Nýr Mercedes GLB kemur í stað EQB

Lestími: < 1 mín

Nýi Mercedes GLB kemur í staðinn fyrir EQB sem er hættur í framleiðslu. Hann mun koma fyrst í rafmagns útfærslu en kemur seinna með tvinnkerfi. Hann kemur í tveimur útgáfum, hefðbundna útfærslan kallast GLB 250+ og kraftmeiri útfærslan kallast GLB 350 4Matic.

Með 631 km drægni samkvæmt WLTP

Ökumaður ætti ekki að finna fyrir drægniskvíða, GLB 250+ útfærslaner með 631 km drægni samkvæmt WLTP. GLB 350 4Matic útfærslan er með 614 km drægni samkvæmt WLTP. Báðar útfærslurnar nota 85 kWh rafhlöður og hafa 800 volta kerfi, sem gerir bílnum kleift að taka við 320 kW hraðhleðslu og getur því hlaðið allt að 260 km á 10 mínútum. Allt í einu verður hringferðin um landið töluvert auðveldari.

GLB 250+ er afturhjóladrifinn og framleiðir 268 hestöfl ásamt 335 Nm togkraft. Það þýðir að hann er 7,4 sekúndur frá 0-100 km/klst. GLB 350 4Matic er með sídrif og 349 hestöfl með 515 Nm togkraft. Hann er kraftmeiri og er 5,5 sekúndur frá 0-100 km/klst. 

Boðið upp á gervigreind frá bæði Microsoft og Google

Innanrýmið dregur innblástur frá CLA, með 10,25 tommu skjá fyrir ökumann, 14 tommu upplýsinga og afþreyingar skjá og svo öðrum 14 tommu skjá beint við hliðina fyrir farþega. Skjáirnir eru mjög tæknilegir og keyra fjórðu kynslóð af MBUX og er boðið upp á gervigreind frá bæði Microsoft og Google.

GLB er fáanlegur sem fimm sæta en einnig sem sjö sæta svo það er nóg pláss fyrir stóra fjölskyldu eða nokkra vini fyrir skemmtilega bílferð. Skottplássið er 480 lítrar í sjö sæta útfærslunni (með sætin niður) og 540 lítrar í fimm sæta útfærslunni. 

Bíllinn er væntanlegur á íslenskan markað á næsta ári.

Deila grein: