Heimsfrægi kokkurinn, Gordon Ramsay, á vígalegt bílasafn. Ramsay elskar sælkeramat, fyrir utan íslenska hákarlinn, en hann hefur einnig dýran bílasmekk. Í safni hans má finna allskonar hraðskreiða sportbíla en þá aðallega háværar Ferrari glæsikerrur. Hér fyrir neðan koma þrír glæsilegir bílar í safni Ramsay.
Ferrari Monza SP2
Takmörkuð framleiðsla var á Ferrari Monza SP2 en aðeins 499 eintök voru framleidd, sem gerir bílinn mjög sjaldgæfan. Hönnun bílsins er í retro stíl en hann var framleiddur frá 2019 – 2022, auk þess er bíllinn alveg þak laus. Bíllinn hefur 6,5 lítra V12 F140 GA vél, sem er hönnuð af Ferrari og er m.a. í Ferrari 812 Superfast. Vélin framleiðir 799 hestöfl, 719 Nm togkraft og er bíllinn 2,9 sekúndur að fara frá 0 – 100 km/klst.
Ferrari 308
Ferrari 308 varð sérstaklega vinsæll í þáttunum Magnum P.I., þar sem Thomas Magnum sem var leikinn af hinum fræga Tom Selleck. Það var m.a. ástæðan af hverju Ramsay keypti bílinn á sínum tíma. Hönnun 308 er glæsileg og bíllinn hefur mikinn sjarma. Það sem gerir Ferrari 308 áhugaverðan er staðsetningin á vélinni, en hún er bak við ökumanninn en fyrir framan aftari öxulinn. Þetta skapar nánast fullkomna þyngdardreifingu og hjálpar því að bæta aksturseiginleika ásamt stöðugleika. Það er 3 lítra V8 vél sem drífur bílinn áfram og framleiðir í leiðinni mikinn hávaða.

Ferrari LaFerrari Aperta
Þetta er annar sjaldgæfur Ferrari en aðeins 210 eintök af Aperta voru framleidd. Aperta er sérstök útgáfa af LaFerrari þar sem þakið er opið og bíllinn hannaður út frá því. LaFerrari er eitt af flaggskipum bílaframleiðandans og er fyrsti tvinnbíllinn hjá Ferrari, þar af leiðandi sögulegur bíll í sögu bílaframleiðandans. Bíllinn hefur fallega hönnun en minnir á geimskutlu. Undir vélarhlífinni má finna 6,3 lítra V12 vél sem framleiðir 789 hestöfl en tvinnkerfið bætir við auka 161 hestöfl sem verður samanlagt 950 hestöfl. Hann er 2,5 sekúndur frá 0 – 100 km/klst.








