Sjálfkeyrandi leigubílar koma til London

Lestími: < 1 mín

Sjálfkeyrandi leigubílafyrirtækið Waymo hefur starfað um tíma í Bandaríkjunum en þeir hafa stækkað við sig á síðustu árum. Núna er hægt að ferðast með Waymo í San Francisco, Los Angeles, Phoenix, Atlanta og Austin. 

Waymo er af mörgum talið vera leiðandi í sjálfvirkri aksturstækni. Nú vill fyrirtækið færa út kvíarnar, þá sérstaklega hinum meginn við Atlantshafið. London verður því fyrsta tilraunar starfsemin í Evrópu. Ef verkefnið gengur vel getum við mögulega séð fleiri lönd taka upp sjálfkeyrandi leigubíla á næstu árum. 

Prófanir hafnar í London

Waymo eru að vinna með yfirvöldum í Englandi til þess að tryggja leyfið sem þarf fyrir sjálfkyerandi bíla. Fyrirtækið er byrjað að prófa sjálfkeyrandi bíla á götum London en þeir keyra enga farþega. Prófunar tímabilið er stanslaust í gangi í 24 klukkutíma, sjö daga í vikunnar. Ekki er vitað nákvæmlega bílarnir fara að keyra farþega en við fáum að vita meira á næstu mánuðum.

Stjórnvöld í Englandi eru spennt fyrir þessu verkefni með Waymo. Sjálfkeyrandi bílar munu auka aðgengi að samgöngum, auk þess að skapa störf og tækifæri. England vill verða leiðtogi í tækninýjungum eins og sjálfkeyrandi bílum.

Deila grein: