Bílaveisla hjá Toyota

Lestími: < 1 mín

Það var sannkölluð bílaveisla hjá Toyota um helgina en þá voru kynntir til leiks fimm nýir bílar frá japanska bílaframleiðandanum. Hér er smá samantekt frá Toyota sýningunni sem var síðasta Laugardag.

Fyrst má þar nefna Urban Cruiser sem fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn. Hann kemur í fjórum útfærslum og er drægnin frá 350-395 km samkvæmt WLTP staðli. Rafhlaða bílsins skilar 174-184 hestöflum en það er mismunandi eftir útfærslum.

Urban Cruiser er sérstaklega rúmgóður og með gott farangurspláss fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Vegstaðan er há og útsýni gott. Nýi bZ4X Touring var einnig kynntur til leiks, sem er stærri útgáfa af hinum vinsæla rafmagns sportjeppa bZ4X. Með fjórhjóladrifi er hann 380 hestöfl og með 1,5 tonna dráttargetu. 

Nýr Land Cruiser í Mild Hybrid útfærslu var á sýningunni en bíllinn gefur snarpari vinnslu og öflugra upptaka með Mild Hybrid vélinni. Þá var einnig kynntur nýr AYGO X sem kemur nú í fyrsta sinn í Hybrid útfærslu. Bíllinn er með 166 hestafla tvinnvél. Uppgefin eyðsla er 3,7 lítrar á hundraðið.

Þá var auk þess sýnd ný útfærsla af bZ4X rafmagnsbílnum með auknum krafti og meiri drægni sem er allt 569 km samkvæmt WLTP staðli. Rafmótor skilar bílnum 224 hestöflum. Nýr bZ4X verður fáanlegur með 22kW innbyggðum hleðslubúnaði og allt að 150kW hleðslugetu, fjarstýrðri forhitun eða kælingu rafhlöðu.

Deila grein: