204 SAINZ Carlos (spa), CRUZ Lucas (spa), Team Audi Sport, Audi RS Q E-Tron E2, FIA Ultimate, FIA W2RC, action during the Private Test of the Dakar 2024 from January 2 to 3, 2024 in Al-Ula, Saudi Arabia - Photo Antonin Vincent / DPPI

Dakar rally í Sádi-Arabíu í sjöunda sinn

Lestími: < 1 mín

Dakar rally hefst um helgina og verður keppnin haldin í Sádí-Arabíu í sjöunda sinn. Keppendur þurfa að keyra í gegnum erfiðar náttúruleiðir, þá sérstaklega eyðimörk. Það hafa verið breytingar á leiðinni sem verður keyrð og markmiðið er að gefa ökumönnum nýjar áskoranir í gegnum erfiðar eyðimerkur Sádí-Arabíu. Byrjað var við Rauðahaf og svo keyrt í gegnum eyðimerkur sem mun reyna á þrautseigju ökumanna. Það eru um 400 bílar sem taka þátt í keppninni, en ekki endilega allir bílar ná að komast á endastöð. 

Dakar rally mun skiptast í 13 stig, auk þess eitt byrjunar stig sem mun hjálpa við að ákvarða rásröðina fyrir keppnina. Ökumenn fá hvíldardag í miðri keppni í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, sem leyfir keppendum að safna kröftum fyrir restina af reisunni.

Keppendur keyra 8 þúsund kílómetra

Keppendur munu þurfa að keyra tæpa 8.000 km í heild, sem skiptist í rúmlega 5.000 km af rally, þar sem tíminn er mældur. Svo kemur 3.000 km ferðaleið, þar sem ökumenn þurfa að koma sér á næstu staði. Hér er tíminn ekki mældur en stundum þurfa þeir að vakna snemma sem getur reynt á. 

Erfiðasta Dakar keppnin hingað til

Margir segja að þetta verður erfiðasta Dakar keppnin hingað til vegna lengri keyrslu en vanalega. Svo þarf að taka veðrið inn í myndina en það verður ekkert endilega sól og sandur alla keppnina. Keppendur gætu átt von á rigningu og sandstormum eða öðrum náttúrulegum hamförum sem gæti gert lífið leitt.

Deila grein: