Donut Lab kynnir nýja rafhlöðutækni

Lestími: < 1 mín

Fyrirtækið, Donut Lab, hefur afhjúpað nýja rafhlöðu sem er sérstaklega hönnuð fyrir rafknúin ökutæki og er hægt að fullhlaða á fimm mínútum. 

Donut Lab kynnti þessa byltingarkenndu rafhlöðutækni á CES, sem er tæknisýning, í Las Vegas í byrjun janúar. Rafhlaðan skilar 400 Wh/kg, sem er mun meiri þéttni en í mörgum hefðbundum litíum-rafhlöðum í dag. Sem dæmi má nefna að flestar litíum-rafhlöður, sem má finna í rafknúnum ökutækjum í dag, skila frá 150 til 350 Wh/kg. Þetta spennandi framþróun fyrir rafmagnsbíla.

Fyrirtækið segir að líftími rafhlöðunnar sé áreiðanlegur fyrir lengri tíma. Rafhlaðan á að þola allt að 100.000 lotur. Prófanir sýndu að rafhlaðan þolir allt frá 30 gráðu frosti upp í 100 gráðu hita án þess að verða fyrir neinu tjóni. Eftir mikla áreynslu eru afköstin í kringum 99 prósent. Einnig gefur fyrirtækið fram að hægt sé að fullhlaða rafhlöðuna á tæpum fimm mínútum. Ólíkt hefðbundnum rafhlöðum, þarf ekki að hægja á hleðslu eftir að 80% er náð. 

Rafhlaðan verður fyrst notuð í 2026 árgerðinni af Verge TS Pro og Ultra rafmagns mótorhjólunum.

Deila grein: