FIA og Formula E Holdings hafa skrifað undir nýjan 10 ára samning um áframhaldandi kynningu og þróun Formula E heimsmeistarakeppninnar í rafknúnum kappakstursbílum. Framlengingin tekur gildi þegar núgildandi samningur rennur út árið 2028 og gildir til ársins 2038.
Formaður FIA Mohammed Ben Sulayem segir nýja samninginn tryggja nýsköpun og aukna sjálfbærni í akstursíþróttum
Formaður FIA Mohammed Ben Sulayem segir nýja samninginn tryggja nýsköpun og aukna sjálfbærni í akstursíþróttum
Samningurinn tryggir áframhaldandi vöxt mótaraðarinnar, auknar langtímafjárfestingar og sterkari tengingu við sjálfbærni og nýsköpun í bílaiðnaðinum. Formula E hefur vaxið um 20% árlega frá stofnun árið 2014 og laðar að sífellt fleiri framleiðendur og aðdáendur um allan heim.

Frá fyrsta kappakstrinum í Peking árið 2014 hefur Formúla E notið alþjóðlegrar velgengni og nær til um 400 milljón aðdáenda víða um heim og laðar að sér hálfan milljarð sjónvarpsáhorfenda. Meistaramótið býður upp á 11 heimsklassa lið og 22 úrvalsökumenn. Keppnin er haldin á ótrúlegum stöðum í kjarna borga þar á meðal Mónakó, Tókýó, London, Shanghai og Miami.
Formula E mun áfram styrkja metnaðarfulla tækniþróun og nýsköpun í hönnun rafkappakstursbíla. Bílarnir eru að skila auknum hámarkshraða og meiri hröðun, minni loftmótstöðu og betri dekkjum. Þessi nýsköpun skilar sér til neytenda með bættir tækni í rafbílum.

GEN3 EVO
Nýjasti kappakstursbíllinn, GEN3 Evo, nær 0–100 km/klst á aðeins 1,82 sekúndu, með hámarkshraða upp á 322 km/klst og endurvinnur allt að 50% af orkunni á meðan á keppni stendur. Bíllinn er hannaður með sjálfbærni að leiðarljósi. Yfirbyggingin er gerð úr endurunnum koltrefjum og lífrænum trefjum. Dekkin eru úr 35 prósent endurunnu efni.
Formula E, er þegar studd af hópi leiðandi framleiðanda eins og Porsche, Jaguar, Nissan, Maserati, Stellantis, Mahindra og Lola-Yamaha. Mótaröðin er eina rafknúna eins sæta serían sem keppir á hæsta stigi og býður upp á einstaka blöndu af hörku keppni, nýjustu tækni og forystu sem einbeitir sér að sjálfbærni. Formúla E er eina heimsmeistaramótið í rafknúnum kappakstri sem FIA hefur viðurkennt og eina kolefnislausa aksturskeppnin frá upphafi.

Keppnistímabili Formula E 2024-2025 lokið
Formula E mótaröðin var að klára 11. keppnistímabilið í Lundúnum um síðustu helgi. Nýsjálendingurinn Nick Cassidy sem ekur fyrir Jaguar TCS Racing liðið sigraði örugglega í síðustu keppni tímabilsins.
Heimsmeistari ökumanna í Formula E 2024 – 2025 varð Englendingurinn Oliver Rowland sem ekur fyrir Nissan Formula E Team en hann var orðinn heimsmeistari fyrir lokakeppnina þar sem hann féll út eftir árekstur. Nick Cassidy varð annar og Þjóðverjinn Pascal Wehrlein sem ekur fyrir TAG Heuer Porsche liðið endaði í þriðja sæti í heildarkeppni ársins.

Heimsmeistari bílasmiða í Formula E var Porsche, Jaguar í öðru sæti og Nissan í því þriðja.
FÍB er aðili að FIA, alþjóðaakstursambandinu. FIA sameinar 245 aðildarfélög frá 149 löndum í fimm heimsálfum. FIA er alþjóðasamband akstursíþróttafélaga og samtök bifreiðaeigenda- og samgöngufélaga heimsins. FIA leitast við að tryggja öruggar, sjálfbærar, hagkvæmar og aðgengilegar samgöngur fyrir alla vegfarendur. Í akstursíþróttum ábyrgist FIA að fylgt sé sanngjörnum, vel skipulögðum og umfram allt öruggum stöðlum.
FÍB er aðili að FIA, alþjóðaakstursambandinu.
FIA sameinar 245 aðildarfélög frá 149 löndum í fimm heimsálfum.
FIA er alþjóðasamband akstursíþróttafélaga og samtök bifreiðaeigenda- og samgöngufélaga heimsins.
FIA leitast við að tryggja öruggar, sjálfbærar, hagkvæmar og aðgengilegar samgöngur fyrir alla vegfarendur.
Í akstursíþróttum ábyrgist FIA að fylgt sé sanngjörnum, vel skipulögðum og umfram allt öruggum stöðlum.