Morgunverðarfundur um aðgerðir til að efla neytendavernd í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum

Lestími: < 1 mín

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heldur morgunverðarfund fimmtudaginn 8. janúar, kl. 9.00 í Vox salnum á Hilton Reykjavik Nordica.

Á fundinum verður fjallað um aðgerðir til að efla neytendavernd í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum.

Auk ráðherra munu þau Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu og Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB flytja erindi.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.

Dagskrá fundar:

  • 8.30 – Hús opnar – morgunverður
  • 9.00 – Opnunarávarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra
  • 9.15 – Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu – Aðgerðir Neytendastofu og leiðbeiningar fyrir gjaldskyld bílastæði
  • 9.30 – Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB – Bílastæðagræðgin
  • 9.45 – Samantekt Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra
  • 9.50 – Fundarlok

Fundurinn er öllum opinn.

Tilkynning var fyrst birt á heimasíðu Atvinnuvegaráðuneytisins þann 6. janúar 2026.

Deila grein: