Það eru spennandi tímar framundan í Formúlu 1 þar sem Audi verður með í keppninni á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn sem bílaframleiðandinn tekur þátt í kappakstrinum og eru þeir mætti til þess að sigra. Árið 2022 tilkynnti Audi að þeir myndu taka þátt í Formúlu 1 árið 2026. Ástæðan fyrir komu þeirra árið 2026 er að þá koma nýjar tæknilegar reglugerðir sem hristir upp í öllu og enginn keppandi hefur forskot.
Audi stórhuga í Formúlu 1
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bílaframleiðandinn tekur þátt í kappaksturs íþrótt. Þeir hafa reynslu á öðrum sviðum eins og í rally, La Mans kappakstrinum og Formúlu E. Útfrá sögu þeirra og reynslu er það eðlilegt að þeir taki þátt í Formúlu 1. Forstjóri Audi, Gernot Döllner, hefur gefið út að bílaframleiðandinn ætlar sér sigur í Formúlu 1, en viðurkennir að leiðin mun verða erfið og mun ekki gerast á einni nóttu.
Audi voru að kynna forsýningu á kappakstursbílnum í Munchen en hann kallast Audi R26 hugmyndabíll. Hönnunin er minimalísk en sportleg, ljósgrár að framan og svartur að aftan með rauðum línum sem draga að sér athygli. Hringirnir fjórir verða í rauða litnum, bæði fremst á bílnum og aftast. Þetta er hins vegar ekki endanleg hönnun bílsins, hann verður kynntur í Janúar og margt getur breyst þá.
Aflköst rafmótorsins hafa þrefaldast
Aflgjafinn mun byggja á 1,6 lítra V6 túrbóvél með tvinnkerfi og MGU-K rafmótor til stuðnings. Bílaframleiðandinn hefur verið að vinna að aflgjafanum síðan 2022 í Neuburg. Auk þess hafa þeir verið að þróa gírkassann þar. Aflköst rafmótorsins hafa þrefaldast og mun í framtíðinni verða sambærileg brunavélinni (e. Combustion engine). Það eru ekki gefnar upp frekari upplýsingar um vélina eða aðra þætti en við munum sennilega heyra meira þegar þeir kynna bílinn fyrir næsta keppnistímabil.









