Defender keppir í Dakar

Lestími: < 1 mín

Land Rover voru að afhjúpa bílinn sem tekur þátt í Dakar rally. Hann kallast Defender Dakar D7X-R og keppir í Stock flokknum. Hann hóf feril sinn sem framleiðslu útgáfa af Defender OCTA

Bíllinn er með 4,4 lítra V8 sem er óbreytt frá hefðbundnu útgáfunni, en kælingin er betri á þessari útfærslu með 12V viftum og einum stórum vatnskassa. Það er einnig agnasía sem kemur í veg fyrir að sandur komist inn í loftinntökuna. Bíllinn framleiðir 626 hestöfl en það þarf að lækka til þess að uppfylla reglur FIA. 

550 lítra eldsneytistankur

Það er átta gíra sjálfskipting sem sú sama og í venjulegu útgáfunni en hann er með búnað sem nær að hámarka tog við lágan hraða. Bíllinn hefur einnig sérhannaðar bremsur og dempara frá Bilstein, auk þess hefur hann 550 lítra eldsneytistank sem hjálpar fyrir langa keyrslu í eyðimörkinni. 

Sporvídd bílsins hefur verið aukin um 60 mm og hæðin hefur verið hækkuð. Hann er á 35 tommu dekkjum, það er búið að taka aftursætin úr bílnum og hann hefur þrjú varadekk í afturhluta bílsins. Hjólaskálarnar hafa einnig verið stækkaðar og svo er aukinn vörn fyrir undirvagninn. 

Það eru þrír bílar sem taka þátt og ökuþórarnir eru Stéphane Peterhansel, Rokas Baciuška og Sara Price.

Deila grein: