Á dögunum kynnti Tesla til leiks nýjan Model Y Performance. Nýr Model Y Performance byggir á endurbótum sem gerðar voru á Model Y vörulínunni fyrr á árinu. Endurbæturnar ganga út á að hámarka sparneytni, þægindi, tengimöguleika og öryggi ásamt nýrri hönnun á innanrými og ytra byrði.
Bíllinn er því búinn sérvöldum uppfærslum sem færa fágun, hönnun og afköst upp á næsta stig. Í nýju útfærslunni er m.a. glænýr 16 tommu snertiskjár, með þynnri skífum og meiri upplausn sem býður upp á næstum 80% fleiri pixla en 15,4 tommu skjárinn í öðrum Model Y-útfærslum og skilar mýkri og gagnvirkari upplifun.
Bíllinn skilar 460 hestöflum og 580 km drægni
Nýr Model Y Performance skilar 460 hestöflum, er 3,5 sekúndur frá 0-100 og nær hámarkshraða upp á 250 km/klst. Samkvæmt WLTP prófunum nær bíllinn 580 km drægni, sem gerir hann að einum skilvirkasta Performance-rafbílnum á markaðnum í dag.
Í bílnum er uppfærður rafhlöðupakki sem er búinn nýjum rafhlöðu sellum sem bjóða upp á meiri orkuþéttni, skilar meiri orku án þess að auka þyngd bílsins. Það er nýr rafmótor sem skilar meira togi, afli og er sparneytnari. Bíllinn þolir meiri hita og skilar meiri afköstum en eldri kynslóðir og tryggir nýja Model Y Performance mikla hröðun og aukinn hámarkshraða án þess að fórna orkunýtingu.
Nýi bíllinn nýtur góðs af uppfærðum vélbúnaði undirvagnsins sem passar við aukin afköst aflrásarinnar. Nýir gormar, jafnvægisstangir og fóðringar mynda einfaldari og næmari undirvagn.
Tesla hannaði nýtt fjöðrunarkerfi sem nýtir sér glænýtt reiknirit fyrir stjórnun sem býður upp á góða aksturseiginleika sem eru fínstilltir fyrir allar akstursaðstæður og lagar sig að upplýsingum frá ökumanninum og veginum í rauntíma til að auka afköst og getu bílsins. Nýr Model Y Performance er smíðaður í Gigafactory Berlin-Brandenburg fyrir Evrópumarkað.