Nýja bílalínan frá Leapmotor var kynnt til leiks hjá ÍSBAND síðasta laugardag. Um er að ræða rafbílanna T03, B10 og C10. Leapmotor er í samvinnu við bílarisann Stellantis í Evrópu. T03 er nettur fjögurra manna borgarbíll. Bíllinn er með ríkulegan staðalbúnað, m.a. bakkmyndavél og árekstrarvara að framan, þrátt fyrir að vera smár. Hann er með allt að 403 km drægni á rafmagninu.
B10 er vel útbúinn bíll og fáanlegur í tveimur útfærslum. Life útfærslan er með drægni upp á 361 km og Design útfærslan er með drægni upp á 434 km samkvæmt WLTP staðli.
Í Life útgáfu má nefna sem staðalbúnað panorama glerþak með rafdrifinni gardínu, sjálfvikra loftkælingu, 360° myndavél og ADAS aðstoðarökumannskerfi með fjölmörgum hagnýtum lausnum.
C10 er boðinn í nokkrum útfærslum og með mismunandi rafmótorum, í Life eða Design útfærslum. Drægnin er frá 424 km upp í 510 km, samkvæmt WLTP. C10 Design jeppinn er flaggskip Leapmotor og er fjórhjóladrifinn með 437 km drægni. Bíllinn framleiðir 598 hestöfl og er fjórar sekúndur frá 0-100 km/klst.
Að lokum er það C10 Design REEV (Range Extended Vehicle) sem keyrir á rafmagni og er með bensínvél, sem hleður rafhlöðuna og er með samanlagða drægni upp á 970 km.







