Dacia eru að þróa nýjan og áhugaverðan rafmagnshönnunar bíl sem kallast Hipster. Dregin er innblástur frá japönskum smábílum, kallaðir Kei bílar. Bíllinn er hannaður með eins fáum efnum og mögulega hægt til þess að minnka kolefnisspor bílsins.
Í bílnum er ekkert upplýsinga- og afþreyingarkerfi
Bíllinn er ekki stór en aðeins 3 metrar að lengd og 1,5 metrar á breidd, með skottpláss allt að 500 lítrum. Það er nánast ótrúlegt að segja frá því en það er nógu stórt rými fyrir fjóra fullorðna. Í bílnum er ekkert upplýsinga- og afþreyingarkerfi.
Í stað þess er notað símann í samræmi við sparnaðar stefnu. Það felur einnig í sér að hægt er að opna bílinn með appi frekar en með lykli. Ekki eru til nægilegar upplýsingar um hvort að eina leiðin til þess að opna bílinn verður í gegnum appið.
Svona bíll myndi ekki vera mjög hentugur fyrir íslenskar aðstæður
Dacia segir að Hipster bjóði upp á næga drægni fyrir daglegar ferðir og þurfi að hlaða aðeins tvisvar á viku, en það fer eftir akstri. Ekki er vitað hvers konar rafhlöðu bíllinn hefur eða hve öflug hún er. Svona bíll hentar vel fyrir stórborga akstur þar sem götur og stæði eru þröng. Svona bíll myndi ekki vera mjög hentugur fyrir íslenskar aðstæður. Það verður spennandi að fylgjast með þróun Hipster í framtíðinni.

