Volvo Cars reveals the new XC70 – a plug-in hybrid for every journey

Nýr og spennandi Volvo XC70

Lestími: < 1 mín

Ef þér finnst Volvo XC60 of lítill og XC90 of stór þá er nýi Volvo XC70 fullkomin stærð. Bíllinn kemur fyrst á kínverska markaðinn og er hannaður með það í huga. Samkvæmt heimildum hefur bílaframleiðandinn staðfest að hann kemur seinna á evrópska markaðinn. 

Hönnunin í ekta skandinavískum stíl

Hönnunin á bílnum er í ekta skandinavískum stíl, minimalískt og nútímalegt útlit að utan sem innan. Framljósin minna einnig á hamar Þórs úr goðafræðinni. Framhluti bílsins er líkur rafmagnsbílnum, EX90, og hefur hönnunin sennilega fengið innblástur frá honum

Volvo hefur gefið fram að XC70 er tengiltvinnbíll með 200 km drægni á rafmagni samkvæmt kínverska CLTC mælikvarðanum. Hægt verður að hlaða bílinn frá 0 upp í 100 prósent á á 23 mínútum sem er gott, sérstaklega fyrir óþolinmóða. Innan í bílnum má finna stóran margmiðlunarskjá sem stjórnar flestum aðgerðum og gervigreindar búnað sem hjálpar ökumanni í akstri. 

Volvo hefur ekki birt allar upplýsingar um bílinn ennþá, en það verður spennandi að fylgjast með þessum bíl

Deila grein: