Nýtt rafbílamerki komið á íslenskan markað

Lestími: < 1 mín

Leapmotor er nýtt rafbílamerki á Íslandi. Leapmotor er kínverskt bílamerki en framleiðandinn heitir fullu nafni Zhejiang Leapmotor Technology og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins staðsettar í borginni Hangzhou í Kína.

Leapmotor vaxið hratt á alþjóðlegum markaði

Leapmotor hefur frá stofnun árið 2015 vaxið hratt á alþjóðlegum markaði og er þekkt fyrir að bjóða upp á gæðabíla á einstöku verði. Á innan við ári hefur Leapmotor margfaldað sölu sína um 129%. Þeir eru söluhæsti nýi rafbílaframleiðandinn í Kína og hafa tekið toppsætið af Xpeng. 

Árið 2023 hófu Stellantis og Leapmotor samstarf sem miðar að því að kynna merkið á heimsvísu. Ísland er nú meðal þeirra markaða sem njóta góðs af því samstarfi. Ísband í Mosfellsbæ er umboðsaðili Leapmotor bílanna.

Fjórir rafbílar frá Leapmotor koma til landsins

Fjórir rafbílar frá Leapmotor koma til landsins og er hægt að forpanta þá hjá Ísband. Þetta eru bílarnir T03, B10, C10 og C10 REEV. 

Leapmotor T03 er af minni gerðinni en lipur borgarbíll. T03 er búinn 37,3 kWh rafhlöðu með allt að 265 km drægni samkvæmt WLTP staðli.

Leapmotor B10 er rúmgóður jepplingur og fæst í tveimur útgáfum. Drægni bílsins nær 434 km samkvæmt WLTP staðli.

Leapmotor C10 er rúmgóður jeppi sem fæst einnig fjórhjóladrifinn. Hann dregur allt að 423 km. Ofurútgáfa af bílnum C10 REEV (Range-Extended Electric Vehicle) býður upp á allt að 970 km samanlagða drægni, þar af 145 km WLTP drægni eingöngu á rafmagni. Bíllinn gengur fyrir rafmagni en er einnig búinn bensínrafal sem hleður rafhlöðuna.

Deila grein: