Rafbíllinn Hyundai Inster vekur mikla athygli

Lestími: < 1 mín

Rafbíllinn Hyundai Inster hefur á örfáum vikum hlotnast tvenn virt bílaverðlaun. Inster var nýverið útnefndur Supermini of the Year 2026 af TopGear.com í London og hlaut jafnframt virtustu bílaverðlaun Þýskalands, Gullna stýrið, í flokki bíla undir 25.000 evrum.

Sker sig úr fyrir fjölhæfni, hagkvæmni, rúmgott innanrými

Ásamt þessum verðlaunum var Inster, fyrr á árinu, valinn World Electric Vehicle 2025 í New York og er hann því einn verðlauna mesti rafbíll Evrópu árið 2025.  Í umsögn TopGear.com kemur fram að Inster skeri sig úr fyrir fjölhæfni, hagkvæmni, rúmgott innanrými og einstaklega vel búna grunnútfærslu. Blaðamenn TopGear benda á að bíllinn setji ný viðmið í smáum rafbílum, bæði hvað varðar frammistöðu og notagildi. 

Í Þýskalandi hefur Inster reynst best seldi rafdrifni smábíllinn frá því í sumar. Þar hrósuðu dómnefnd Gullna stýrisins sérstaklega hönnun, hraðhleðslugetu, framúrskarandi verð og gæði.

Hyundai Inster er smár og lipur rafmagnsbíll

Hyundai Inster er smár og lipur rafmagnsbíll með akstursdrægni allt að 370 km, samkvæmt WLTP staðli, með stærri rafhlöðunni. Hann býður upp á hraðhleðslu úr 10 í 80% á um 30 mínútum og fæst með tveimur afkastamiklum rafmagnsdrifum, 97 eða 115 hestöflum. Hann hefur einnig stafrænt 10,25 tommu mælaborð, jafn stórt miðlægt snertiskjákerfi, leiðsögn og Apple CarPlay™/Android Auto™ eru staðalbúnaður.

Deila grein: