Honda kynnti á dögunum lítinn rafbíl sem heitir N-ONE. Drægni bílsins er 270 km samkvæmt WLTP staðli. Bíllinn er byggður á samnefndum bensínbíl sem hefur verið í sölu síðan 2012 og hefur verið gríðarlega vinsæll í Japan. Þessi smábíll er byggður fyrir stórborgir og hentar vel fyrir þröngar götur.
Áhugaverður í útliti og nánast alveg ferkantaður
N-ONE er með eina drifrás sem skilar bílnum 63 hestöflum, sem er ekki mikið afl en dugar vel fyrir þennan smábíl. Það má segja að bíllinn er áhugaverður í útliti og nánast alveg ferkantaður. En á sama tíma er hann sjarmerandi og krúttlegur.
Vegna stærðarinnar hefur bílaframleiðandinn reynt að hámarka rými bílsins að innan eins vel og hægt er með því að hafa sveigjanleg sæti sem og nýta snjallar geymslulausnir.
Stór upplýsingaskjár
Það er þó nokkuð stór upplýsingaskjár með fullt af tökkum til þess að stýra ýmsum aðgerðum. Nýr og rafdrifinn N-ONE mun koma á markað nú síðar í september en Honda hefur þegar opnað fyrir pantanir á bílnum.