Rafknúinn eActros 400 mættur til leiks

Lestími: < 1 mín

Mercedes-Benz Trucks voru að gefa út nýjan rafvörubíl, eActros 400, og byggir á sömu tækni og má finna í eActros 600. Nýi eActros 400 er í boði sem dráttarbíll eða grindarbíll til að uppfylla kröfur um mismunandi notkun, drægni og burðargetu.

Drægni bílsins er allt að 400 km samkvæmt WLTP staðli. Hann er einnig búinn tveimur LFP rafhlöðupökkum sem gefa sammanlagt 414 kWh rýmd, en þaðan kemur nafnið. Útgáfur bílsins eru mismunandi og er drægnin mismunandi sem ræðst bæði af stærð ökutækisins og notkun. Við stöðugan akstur á lengri leiðum nær bíllinn yfirleitt meiri drægni en á svæðisbundnum flutningum.

Getur ekið allt að 480 kílómetra á einni hleðslu

eActros 400 6×2 með flutningakassa, sem er sérstaklega hannaður fyrir hefðbundna notkun í dreifingarakstri, getur ekið allt að 480 kílómetra á einni hleðslu, miðað við hálfan farm og 20°C umhverfishita.

eActros 400 sem er útbúinn með L-ökumannshúsinu og tveimur rafhlöðum pökkum, nær allt að 330 km drægni við svipaðar aðstæður og í samskonar notkun. Það er hægt að velja á milli tveggja ökumannshúsa, annars vega L-hús með lægri inngöngu og hins vegar ProCabin hús sem býður upp á góð þægindi fyrir ökumann.

Rafdrifin afturöxull

Þessar nýju útgáfur eActros byggja á lykiltækni úr eActros 600. Þessi tækni er m.a. rafdrifin afturöxull sem er þróaður innan fyrirtækisins, litíum-járnfosfat (LFP) rafhlöðutækni með langan endingartíma og yfir 95 prósent nýtingu á rýmd rafhlöðu, 800 volta rafkerfið og nýja Multimedia Cockpit Interactive 2 mælaborð.

Bíllinn er einnig útbúinn fjölbreyttum öryggis- og aðstoðarkerfum sem eru hönnuð til þess að auka öryggi og þægindi í akstri. 

Deila grein: