Sjötta kynslóð Micra

Lestími: < 1 mín

Nýr og klassískur Nissan Micra er að koma á markað nema að þessu sinni er hann rafdrifinn. Þetta er sjötta kynslóð bílsins en samtals hefur bílaframleiðandinn selt um 6 milljón eintök. 

Nýju LED ljósin grípa athygli og eru þau nokkuð sérstök

Nissan hefur endurhannað Micra og er hann orðinn allt öðruvísi en forverar sínir. Bíllinn var hannaður með það í huga að ná betur til yngri, Evrópska neytenda og færa sig frá staðalímyndinni um að vera ömmu bíll. Hönnun bílsins er flott og sem ungur neytandi myndi ég segja að hún væri vel heppnuð. Nýju LED ljósin grípa athygli og eru þau nokkuð sérstök. 

419 km drægni með stærri 52 kW rafhlöðunni

Bíllinn nær 419 km drægni með stærri 52 kW rafhlöðunni og 319 km með minni rafhlöðunni sem er 40 kW. Hann er 150 hestöfl með stærri rafhlöðunni en 122 með þeirri minni. Framleiðandi hefur gefið fram að hægt verði að hlaða bílinn úr 15% í 80% á hálftíma. 

Nýr Nissan Micra kemur á markað í október en hann verður smíðaður í verksmiðju Renault sem er í Douai í Frakklandi. Japanski bílaframleiðandinn ætlar að koma með fjóra bíla á markaðinn fyrir árið 2027 og er Micra sá fyrsti.

Deila grein: