Nýr Smart #5 var kynntur núna á dögunum hér á landi. Bílnum er lýst sem fyrsti meðalstóri jepplingurinn í Smart fjölskyldunni og hann kemur í þremur mismunandi útfærslum: Pulse, Summit Edition og BRABUS.
Drægni bílsins er allt að 540 km
Uppgefin drægni bílsins er allt að 540 km, stærð rafhlöðu er 100kWh og hann er byggður á 800 volta grunnkerfi sem gefur honum 400kW hraðhleðslu. Það gerir honum kleift að hlaða frá 10% upp í 80% á undir 18 mínútum ef notuð er hleðslustöð sem býður upp á hraðhleðslu. Bíllinn kemur með fjórhjóladrifi og skilar 588 hestöflum, Brabus útfærslan hins vegar skilar 646 hestöflum.
Mikil áhersla er lögð á gæði og þægindi innanrýmisins með leðursætum og mjúkum línum. Með 2.900 mm hjólhaf og 4.695 mm heildarlengd er nóg pláss er í bílnum fyrir alla farþega. Einnig má finna háþróað stafrænt kerfi, með góðum skjá og einföldu viðmóti.
Smart hafa lengi verið þekktir fyrir smá bílana sína sem sjást víða í stórborgum, en nú eru þeir að koma sér á almenna bílamarkaðinn. Bílaframleiðandinn virðist elska oddatölur og myllumerki, en nýrri bílarnir þeirra heita Smart #1, Smart #3 og svo nýjasti bíllinn, Smart #5. Nöfnin gefa innlit í nýja og spennandi tíma hjá bílaframleiðandanum og brjóta sig frá fortíð vörumerkisins, sem einblíndi á framleiðslu smærri bíla.